Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST

Hér hef ég það sama að leiðarljósi og við ritun bókarinnar um heilbrigðan lífsstíl. Ég vil stuðla að því að fólk víkki sjóndeildarhring sinn og hugleiði nýja möguleika og nýjar nálganir þegar kemur að heilsunni. Með hverjum deginum koma fram fleiri og fleiri vísbendingar um það að við vitum svo miklu minna en við héldum. Getur verið að sannleikurinn sé ekki fundinn enn eða hefur okkur yfirsést eitthvað á leiðinni?