Ágrip efnistaka

Hvers verðið þið vísari við lestur þessarar bókar?

Öll veltum við fyrir okkur hvaða áhrif sú næring sem við veljum hafi á heilsu okkar. Það hef ég líka gert og hér eru nokkrar af þeim spurningum sem ég leitast við að svara í bókinni.

 

Borðað í 10.000 ár

Eitthvað hlýtur þróunarsagan að geta sagt okkur um þá næringu sem hentar okkur best. Við eru búin að vera hér í milljónir ára en samt föllum við alltaf fyrir sölumennskunni sem segir okkur að þetta, þessi glænýja vara, sé eitthvað sem við verðum að kaupa til að viðhalda heilsu og hreysti. Við gleymum samstundis hvaða næring skilaði okkur á þann stað sem við erum núna.

 • Hvað erum við hönnuð til að borða?
 • Er meiri vinna að borða hollt en óhollt?
 • Hver er í raun grunnurinn að mataræði okkar?
 • Hvaða skoðun hafði Hippocrates á hollustu fyrir 2.500 árum?
 • Erum við hönnuð til að hreyfa okkur eða liggja, sitja og standa?
 • Hvað fáum við út úr breyttu mataræði annað en lægri tölu á vigtinni?
 • Eru mjólkurvörur góðar fyrir þig?

 

Er öll fita óholl eða kannski holl?

Fitan hélt okkur og öðrum á lífi hér áður fyrr. Það er ekki fyrr en uppúr 1970 sem neysla fitu verður, að menn telja, að þvílíkum allsherjar skaðvaldi. En á þessi bannfæring fitunnar við einhver rök að styðjast?

 • Hversu stórt hlutfall af hitaeiningainntöku okkar kemur frá fitu?
 • Er hægt að nota kókosfitu bæði að innan sem að utan?
 • Er „verksmiðjuframleiddur“ matur jafn hollur og sá náttúrulegi?
 • Er Atkins mataræðið eitthvað sem vert er að skoða?
 • Hvers vegna skiptir máli að nota „Extra virgin“ olíur og hvað þýðir það að olía sé „Extra virgin“?
 • Hvað fáum við mikið af hörfræolíu úr hörfræjum?

 

Er meltingin það sem öllu skiptir?

Til að hámarka ávinning af breyttu og betra mataræði er rétt að hafa í huga að ef meltingin er ekki í lagi þá er mögulega eitthvað unnið fyrir gýg. 

 • Er meltingin það sem öllu skiptir?
 • Hvernig veit ég hvort meltingin hjá mér er í lagi?
 • Hvað get ég gert til að bæta meltinguna?
 • Skiptir máli í hvaða röð matur er borðaður og passa sumar fæðutegundir betur saman en aðrar?
 • Hvaða fæðutegundir passa best saman fyrir meltinguna?
 • Hvers vegna er gott að borða súrkál?
 • Hvaða áhrif hefur það á fræ og möndlur að liggja í bleyti?
 • Hvernig geta matarsódi og edik hjálpað okkur?

 

Er sykur eitur eða orka?

Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Hafðir þú einhvern tíman fyrir því að kynna þér rökin sem lágu til grundvallar? Af nógu er að taka og sífellt bætast fleiri vísbendingar sem benda í sömu átt.

 • Hver er ástæða þess að sumir halda því fram að sykur sé eitur?
 • Hvers vegna er ávaxtasykur svona slæmur ef hann er þá slæmur? Hversu mikils má neyta af ávaxtasyrkri?
 • Hvaða sætuefni ber að forðast og hvaða sykur/sætuefni er best að nota?
 • Er Agave síróp gott sætuefni eða kannski með því versta?
 • Hvað eiga Kellogg’s Special K og sígarettur sameiginlegt?
 • Er púðursykur hollari en hvítur sykur?
 • Hvað gerist í líkamanum þegar við fáum okkur sykur?
 • Hvernig tengist Richard Nixon óhóflegri sykurnotkun okkar í dag?

 

Hver er hinn faldi sannleikur heilsu okkar?

En er það kannski eitthvað allt annað en það hvað við borðum sem skiptir höfuðmáli þegar kemur að heilsunni? Getur verið að við séum á þvílíkum villigötum á svo mörgum sviðum?

 • Hversu miklu máli skiptir að borða lítið í einu og að borða rólega?
 • Þurfum við að nota alla þessa sápu og sjampó?
 • Hvaða áhrif hefur bakteríudrepandi sápa á okkur?
 • Hvaða áhrif getur mikil sápunotkun haft á börnin okkar?
 • Er salt óhollt eða lífsnauðsynlegt?
 • Hvernig gengur baráttan við krabbamein?
 • Hvernig tengist Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, baráttunni við krabbamein?
 • Eru sjúkdómar í genunum eða í umhverfinu?
 • Hver eru möguleg áhrif örbylgjuofna á matinn okkar?
 • Hvað ræður mestu um orkustigið hjá okkur?
 • Hvers vegna þekkist ekki beinkröm í Asíu?
 • Getur verið að það sé betra að borða eina máltíð á dag en sex litlar?

 

Hversu mikil áhrif hafa hugsanir á líkamlega heilsu?

Enn komum við að sjónarhorni sem þú bjóst líklega ekki við í bók sem þessari. Okkur hættir til að líta of þröngt á hlutina og halda að valið standi bara á milli spínats og jólakökusneiðar. Spurningin ætti kannski ferkar að vera hvernig þér líður.

 • Hvaða áhrif hafa hugsanir okkar og viðhorf á líkamlega heilsu okkar?
 • Hvaða áhrif hafa áhyggjur og stress á líkamlega heilsu okkar?
 • Hvað getum við lært af Rolling Stones og Clint Eastwood varðandi heilbrigði og hollustu?
 • Eru gönguferðir besta lækningaaðferð sem til er?
 • Getur verið að reiði og biturð hafi áhrif á meltinguna?
 • Hvað þýðir „þakkarlabbitúr“ og skiptir máli hvort þú ert einn að ganga eða með öðrum?

 

Vökvabúskapur líkamans

Eins og á öðrum sviðum næringar þá eru neysluvenjur okkar hvað drykkjarföng varðar gegnsýrð af sölumensku og hástemmdum frösum. En hvað ef ég segði þér að þetta væri alls ekki svona flókið (og dýrt)!

 • Hvað er best að drekka eftir erfiða æfingu?
 • Eru íþróttadrykkir góður eða slæmur valkostur að lokinni æfingu?
 • Hvaða steinefnum töpum við í svitanum?
 • Hvað er átt við með að íþróttadrykkir séu Isotonic, Hypotonic og Hypertonic?
 • Eru til ráð við krampa?
 • Hversu mikilvægur er lífsvökvinn vatn?
 • Hvaða salt er best að nota?
 • Hvað eru elektrólýtar (electrolyte)?
 • Uppskriftir af svala- og íþróttadrykkjum