Lýsing

Í þessari bók er heilsan, m.t.t. næringar, skoðuð á algjörlega nýjan hátt. Leitað er skýringa á lífsstílssjúkdómum nútímans allt aftur til frummannsins, til tíma Rómverja og allt til okkar daga.

Gömul einföld sannindi um heilsufarsleg atriði eru rifjuð upp og sýnt fram á gildi þeirra í nútímanum.

Bábiljur miðla og markaðsafla eru raktar og hraktar og eðlileg spurningamerki sett við almenna trú fólks á hollustu og heilbrigði.

Að loknum lestri þessarar bókar munt þú sjá að enginn getur borið ábyrgð á þinni eigin heilsu nema þú.