UM HÖFUNDINN

Höfundurinn, Ásgeir Jónsson, rekur fyrirtækið Takmarkalaust Líf en markmið fyrirtækisins er meðal annars að auka lífsgæði fólks með því að kynna það fyrir jákvæðri sýn á lífið og tilveruna og sýna því framá hvað það eitt að breyta viðhorfi okkar getur breytt líðan okkar.

Höfundur hefur látið drauma sína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af sínum markmiðum. Hann hefur klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall „Carstensz Pyramid“ (Mt. Puncak Jaya) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hefur hann klifið Mt. Elbrus í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu,, Mt. Kilimajaro, hæsta fjall Afríku, Aconcagua, hæsta fjall Suður-Ameríku, Denali, hæsta fjall Norður-Ameríku og Mt. Blanc, sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.

Hann hefur klárað tvær IronMan keppnir, hlaupið Laugaveginn tvisvar sinnum og tekið þátt bæði í New York- og Reykjavíkurmaraþoni.

Hann hefur lokið meistaranámi í viðskiptum, skipstjórnarnámi, unnið á hjálparsíma Rauða krossins, stundað sjósund og yoga, prófað köfun, rafting, fallhlífarstökk og margt, margt fleira.

Bók þessi byggir á þeirri reynslu og þekkingu sem höfundur hefur aflað sér í tengslum við mörg af þeim krefjandi verkefnum sem hér hafa verið talin upp. Undirbúnings og hugsanalaust er margt af þessu óframkvæmanlegt eða í besta falli mjög vafasamt að fara út í án viðamikillar þekkingar og reynslu í næringarfræðilegum málefnum.